Hljómleikar
- Published in Leiga
- font size decrease font size increase font size
- Mynd frá hljómleikum Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum 2012 (svið og búnaður frá HljóðX)
HljóðX er með heildarlausn fyrir allar stærðir hljómleika. Allur búnaður er af vönduðustu gerð. Við tækjaval í leigu HljóðX er lagt upp með að velja þann búnað sem er léttur, kraftmikill og fljótur í uppsetningu. Þar má nefna JBL hátalara eins og JBL VRX932LA, JBL VT4888, JBL VT4886, og einnig flagskip JBL, VTX-V25 hátalarana sem eru í sérflokki í hljóðkerfaflórunni.
HljóðX hefur verið fremst í flokki hér á landi að bjóða upp á stafræna fjöllínukappla og þar má nefna Roland S línuna og einnig fjöllínukapla frá Soundcraft Vi6.
Sviðsvagnar sem HljóðX leigir eru fremstir á sínu sviði og gerðir til að þola erfiðustu íslensku veðuraðstæður.
Sjá hér uppsetningu á sviðsvagni